Notað verður nýtt


Litla Sif er vörumerki og verslun með líflegum og litríkum vörum úr endurnýttum textíl.

Litla Sif nýtir og framleiðir vörur úr gömlum flíkum, gardínum, lopapeysum og alls kyns textíl sem féllur til á Ísafirði til þess að búa til vörulínu sem er að mestu sjálfbær. Litla Sif er í samstarfi við Nytjamarkaðinn Vesturafl á Ísafirði þar sem meiri hlutinn af hráefninu kemur frá en einnig kemur textíll beint frá fólki sem er að tæma skápana hjá sér.  Rauði þráðurinn í hönnun Litlu Sifjar að gera vörur sem endast sem lengst og geta leyst aðrar óumhverfisvænni vörur að hólmi. 

Á bakvið Litlu Sif er vöruhönnuðurinn Marta Sif Ólafsdóttir og er fyrirtækið í eigu Mörtu Sif ehf. Litla Sif var stofnað í byrjun árs 2019 af Mörtu Sif og Sigríði Sif.